Hlaðan.is er vefverslun sem aðhyllist hugtakið “slow fashion” hæg tíska eða hægur stíll, hæg framleiðsla. Hlaðan leggur áherslu á að velja inn vörur og merki frá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg fyrir framleiðslu á vörum sínum. Við veljum að selja lífrænar, náttúrulegar, vistvænar og eiturefnalausar vörur. Stílinn okkar er látlaus og tímalaus, svolítið sveitó eða heimilislegur þar sem gömul snið og náttúruleg efni fá að njóta sín.

Margir foreldrar kjósa að velja vandaðan og eiturefnalausan fatnað á börnin sín í stað þess fjöldaframleidda og er þeim alltaf að fjölga sem taka meðvitaða ákvöruðun, þar sem hugað er að umhverfi og starfsháttum í framleiðslu. Þá er mikill tímasparnaður í því að geta fundið lífrænt framleiddan fatnað á öll börn, 0-10 ára á einum og sama staðnum. Það er ekki nóg að vara líti út fyrir að vera lífræn þegar ekkert í framleiðsluferli hennar er það, það skapar vissulega rugling. Allur fatnaður í Hlöðunni er OEKO-TEX og GOTS vottaður.