Afþreying

Sundlaug Stokkseyrar

Stjörnusteinar 1a
825
Stokkseyri
Sími: 480 3260
Sundlaug stokkseyri

Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar

Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni.

Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.

Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.